Vill framlengja innflutningsbannið

00:00
00:00

Rúss­nesk stjórn­völd gætu fram­lengt inn­flutn­ings­bann á mat­væl­um frá Vest­ur­lönd­um, þar á meðal Íslandi, til loka árs 2017, að sögn Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands. Vilji hans stend­ur til þess.

Stjórn­völd í Moskvu samþykktu árið 2014 að banna inn­flutn­ing á mat­væl­um frá fjöl­mörg­um Vest­ur­lönd­um sem höfðu samþykkt að grípa til refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna fram­ferðis Rússa í Úkraínu. Íslensk stjórn­völd taka þátt í viðskiptaþving­un­un­um.

Leiðtog­ar margra vest­rænna ríkja til­kynntu á fundi G7-ríkj­anna fyrr í dag að aðgerðunum gegn Rúss­um yrði haldið til streitu þar til þeir hefðu upp­fyllt skuld­bind­ing­ar sín­ar í Úkraínu sam­kvæmt Minsk-sam­komu­lag­inu svo­nefnda.

Med­vedev sagðist í gær ekki aðeins vilja fram­lengja inn­flutn­ings­bannið um eitt ár, held­ur til loka árs 2017. Að óbreyttu renn­ur bannið út eft­ir þrjá mánuði.

Ákvörðun um að fram­lengja bannið er háð samþykki Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, að því er seg­ir í frétt Moscow Times.

Rúss­nesk stjórn­völd halda því fram að Vest­ur­lönd­in hafi orðið af um 9,3 millj­örðum Banda­ríkja­dala, sem jafn­gild­ir um 1.164 millj­örðum króna, vegna inn­flutn­ings­banns­ins.

Rúss­ar settu Ísland á lista yfir þau ríki sem sæta bann­inu í ág­úst á síðasta ári. Bannið nær til allra sjáv­ar­af­urða og land­búnaðar­vara að und­an­skildu lamba­kjöti, ær­kjöti, hrossa­kjöti og niðursoðnu fisk­meti.

Frank-Walter Stein­meier, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, sagði fyrr í vik­unni að þýsk­ir ráðamenn væru meðvitaðir um að andstaðan við refsiaðgerðirn­ar gegn Rúss­um hefði auk­ist inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Federica Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í síðustu viku að hún reiknaði með því að refsiaðgerðirn­ar yrðu fram­lengd­ar um sex mánuði.

Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.
Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands. AFP
mbl.is