Fá allir nafnið Jóhann

Þrastarungi reynir vængina. Þegar ungarnir koma til Söru kunna þeir …
Þrastarungi reynir vængina. Þegar ungarnir koma til Söru kunna þeir ekki að tína æti upp úr jörðinni, heldur aðeins að fá það ofan í sig. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir eru litl­ir, krútt­leg­ir og ósjálf­bjarga, og bera all­ir nafnið Jó­hann. Hverj­ir þá, kann ein­hver að spyrja? Jú, þrast­ar­ung­arn­ir sem Krist­björg Sara Thor­ar­in­sen dýra­lækn­ir tek­ur að sér og hjúkr­ar.

Sara, eins og hún er jafn­an kölluð, starfar hjá Dýra­spítal­an­um í Garðabæ og þangað leit­ar fólk með særða fugla, ekki síst á vor­in. Oft­ast er um að ræða unga sem hafa dottið úr hreiðri sínu og endað sem bráð eða leik­fang katt­ar og því miður er oft þannig komið fyr­ir þeim að sár eða brot verða til þess að þeim verður ekki bjargað.

Ef það er von, kem­ur dýra­lækn­ir­inn hins veg­ar til bjarg­ar.

„Ég er yf­ir­leitt í því á vor­in að taka fugla í fóst­ur og er búin að vera með nokkra í vor,“ seg­ir Sara. „Ég gef þeim að borða í nokkra daga; þetta eru ung­ar sem eru ekki komn­ir með flug­fjaðrir, og þjálfa þá aðeins upp. Þeir þurfa að læra að tína upp í sig orma af jörðnni því venju­lega kem­ur mat­ur­inn all­ur að ofan þegar þeir eru í hreiðrun­um,“ seg­ir hún.

Sara er ný­bú­in að sleppa ein­um svartþresti og er nú með skóg­arþröst og stara í fóstri. Vegna þess hversu oft þarf að gefa þeim að éta, vakn­ar hún til þess á næt­urna og hef­ur þá hjá sér í vinn­unni á dag­inn.

„Ég byrja svona 6–7 á morgn­anna. Ég er með búr úti í garði sem ég smíðaði og þegar þeir eru orðnir aðeins stálpaðri þá set ég þá út. Ann­ars þurfa þeir að fá að borða á klukku­tíma til tveggja tíma fresti og þess vegna tek ég þá með mér í vinn­una og svo er ég með þá inni á nótt­unni. Þeir eru bara inni á baðher­bergi og svo byrja þeir að tísta snemma morg­uns og vilja fá að borða,“ seg­ir Sara.

Fugl­arn­ir una sér vel þrátt fyr­ir flutn­ing­ana, enda í um­sjá reynslu­mik­ils sér­fræðings. Það hef­ur komið fyr­ir að aðrar teg­und­ir hafa borist í hend­ur Söru en í fyrra­sum­ar voru m.a. haldn­ar sundæf­ing­ar fyr­ir and­ar­unga í baðkari heim­il­is­fólks.

Stálpaður skógarþröstur.
Stálpaður skóg­arþröst­ur. mbl.is/​Golli

Sú hefð hef­ur skap­ast að kalla alla þresti sem koma í fóst­ur Jó­hann en það má rekja til fyrsta fugls­ins sem Sara kom til bjarg­ar og hlaut það ágæta nafn.

„Þegar ég var ung­ling­ur þá fann ég þröst sem var bara í hreiðrinu heima. Þrest­ir eru dá­lítið í því að fara of fljótt úr hreiðrun­um þannig að þeir eru á jörðinni og mamm­an er þá að koma niður til þeirra og gefa þeim að borða. Það var búið að borða öll systkini þessa þrast­ar þannig að við tók­um hann inn. Og svo þegar ég fór að vinna á spít­al­an­um þá fóru fugl­arn­ir að koma og ég tók þetta að mér,“ seg­ir hún um upp­haf fóstru­starfs­ins.

Þegar fugl­arn­ir hafa náð heilsu slepp­ir Sara þeim út í nátt­úr­una, fjarri manna­byggðum og þar sem vini þeirra er að finna. Hún seg­ist ekki líta á fugl­ana sem gælu­dýr, held­ur skjól­stæðinga sem hún vill aðstoða við að kom­ast aft­ur í sitt rétta um­hverfi.

„Mér finnst ekki sorg­legt að sleppa þeim, ég hef meiri áhyggj­ur af því hvort þeim gangi vel í líf­inu,“ seg­ir hún.

mbl.is