Náttúruundur í lífsháska

Hátt á annað þúsund fisktegundir hafa fundist í Kóralrifinu mikla …
Hátt á annað þúsund fisktegundir hafa fundist í Kóralrifinu mikla en þær hafa þróast til að lifa þar. Deyi kóralarnir eru þessar tegundir í útrýmingarhættu. AFP

Kór­alrifið mikla er líf­fræðilega fjöl­breytt­asta svæði jarðar með þúsund­um dýra­teg­unda sem hafa þró­ast til að lifa í því. Hrönn Eg­ils­dótt­ir, sjáv­ar­líf­fræðing­ur og doktorsnemi við jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands, seg­ir vís­inda­menn byrjaða að ræða af al­vöru að kór­al­arn­ir gætu drep­ist al­veg á næstu ára­tug­um vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.

Gríðarlegt álag hef­ur verið á Kór­alrif­inu mikla und­an strönd­um Ástr­al­íu und­an­farna mánuði vegna óvenju­mik­illa hlý­inda í haf­inu af völd­um El niño-veður­fyr­ir­brigðis­ins. Vís­inda­menn þar í landi segja nú að allt að 35% kór­ala í sum­um hlut­um rifs­ins séu dauðir eða deyj­andi.

Rifið er eitt af helstu kenni­leit­um og nátt­úru­undr­um jarðar­inn­ar en það er svo stórt að það sést úr geimn­um. Um þrjú þúsund rif eru á svæðinu og þekja kór­al­arn­ir um 30.000 fer­kíló­metra. All­ur garður­inn er um þris­var til fjór­um sinn­um stærri en Ísland og nær yfir um 354.000 fer­kíló­metra svæði. 

Lofts­lags­breyt­ing­ar ýkja öfgarn­ar

El niño er nátt­úru­leg sveifla sem verður með nokk­urra ára milli­bili en vegna þeirr­ar hnatt­rænu hlýn­un­ar sem menn valda nú á jörðinni með los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um hafa hita­stig­söfgarn­ar sem veður­fyr­ir­brigðið hef­ur í för með sér ágerst.

„Það sem ger­ist við lofts­lags­breyt­ing­ar er að hlýn­un­in sem fylg­ir El niño virðist verða alltaf meiri og meiri. Þess vegna eru þess­ir El niño-viðburðir að verða al­var­legri því það fylgja þeim öfga­fyllri gildi. Það er vand­inn. Þessi föln­un núna er út af þess­um El niño-viðburði en al­var­leiki hans er þeim mun meiri út af þess­um gríðarlega hita,“ seg­ir Hrönn.

Kóralrifið mikla þekur víðáttumikið svæði austur af ströndum Ástralíu.
Kór­alrifið mikla þekur víðáttu­mikið svæði aust­ur af strönd­um Ástr­al­íu. AFP

Nánu sam­býli stíað í sund­ur 

Áhrif­in á Kór­alrifið mikla eru af­drifa­rík. Kór­al­arn­ir eru afar viðkvæm­ir fyr­ir langvar­andi hlý­ind­um eins og hafa verið við lýði í haf­inu fram­an af ári. Ástæðan er sér­stakt sam­býli kór­al­anna og þör­unga sem gefa þeim lit sinn.

Kór­al­arn­ir hafa þró­ast þannig að þeir eru aðallega virk­ir á nótt­unni og borða svif. Sam­býl­isþör­ung­arn­ir vinna hins veg­ar orku úr sól­ar­ljósi á dag­inn. Þannig fær kór­al­inn orku yfir dag­inn en þör­ung­ur­inn skjól. Þegar álag verður á kór­al­ana vegna viðvar­andi hlýn­un­ar losa þeir sig hins veg­ar við þör­ung­ana og þá fölna þeir.

„Þeir eru háðir því að hafa þenn­an þör­ung til að búa til orku af því að hafa þró­ast í þessu sam­býli. Það má segja að þeir deyi ekki um leið. Þeir losa sig við þenn­an sam­býl­isþör­ung en ef þeir hafa þá ekki í lengri tíma fá þeir ekki nógu mikla orku til að viðhalda sjálf­um sér. Þá er nátt­úru­lega hætta á að þeir deyi sem virðist vera farið að ger­ast núna,“ seg­ir Hrönn.

Í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu

Síðustu ár hafa verið þau hlýj­ustu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust og ekk­ert bend­ir til ann­ars en að hnatt­ræn hlýn­un haldi áfram hvað sem Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu í lofts­lags­mál­um líður vegna þeirr­ar los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda sem þegar hef­ur átt sér stað og er fyr­ir­sjá­an­leg. Höf­in hafa gleypt þorra þeirr­ar hlýn­un­ar sem hef­ur orðið und­an­farna öld.

Einn helsti sér­fræðing­ur heims í kór­alrif­inu, Ove Hoegh-Guld­berg, pró­fess­or við Qu­eens­land-há­skóla í Ástr­al­íu, hef­ur spáð því að Kór­alrifið mikla gæti drep­ist í heild sinni fyr­ir árið 2040 vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar og fleiri álags­valda eins og súrn­un­ar sjáv­ar, nær­ing­ar­efna­auðgun­ar af landi og fleiri þátta.

Hrönn seg­ir þetta vera eitt­hvað sem vís­inda­menn séu farn­ir að tala um af al­vöru og svo virðist sem að raun­veru­leg hætta sé á að Kór­alrifið glat­ist.

Frétt mbl.is: Þriðjung­ur Kór­alrifs­ins mikla dauður eða deyj­andi

Mikið er und­ir því gríðarlega fjöl­breytt dýra­líf á allt sitt und­ir rif­inu. Hrönn nefn­ir að fyr­ir utan sex hundruð mis­mun­andi teg­und­ir kór­ala hafi um 1.600 fisk­teg­und­ir fund­ist þar og 130 teg­und­ir há­karla og brjósk­fiska.

„Þær eru vissu­lega í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu, bæði kór­al­arn­ir og dýr­in, en það er mjög erfitt að segja til um hvernig þetta mun þró­ast og hvaða teg­und­ir lifa af. Fisk­arn­ir eru nátt­úru­lega þróaðir til að éta og lifa á kór­alrifi,“ seg­ir Hrönn.

Fisk­arn­ir gegna einnig hlut­verki í að viðhalda kóröl­un­um því þeir halda aft­ur af öðrum þör­unga­gróðri í haf­inu. Missi þeir búsvæði sín og hverfi gæti of­vöxt­ur orðið í þör­ung­um við yf­ir­borð sjáv­ar­ins sem tak­mark­ar sól­ar­ljós sem berst niður til þeirra. Þá drep­ast kór­al­arn­ir al­veg.

Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Hrönn Eg­ils­dótt­ir, doktorsnemi við jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lít­ill skiln­ing­ur hjá stjórn­völd­um

Þrátt fyr­ir að reiknað hafi verið út að Kór­alrifið mikla sé 15–20 millj­arða ástr­alskra doll­ara virði á ári og skapi 64 þúsund störf í formi fisk­veiða og ferðamannaiðnaðar í Ástr­al­íu seg­ir Hrönn að þarlend stjórn­völd hafi ekki mik­inn skiln­ing á um­hverf­is­mál­um.

„Því miður eru áströlsk stjórn­völd núna mjög óhag­stæð þegar kem­ur að um­hverf­is­vernd,“ seg­ir hún.

Frétt mbl.is: Ástr­al­ar létu rit­skoða SÞ-skýrslu

Sagt var frá því í síðustu viku að áströlsk stjórn­völd hefðu beitt Sam­einuðu þjóðirn­ar þrýst­ingi um að fjar­lægja all­ar vís­an­ir til Ástr­al­íu í skýrslu um áhrif lofts­lags­breyt­inga á staði á heims­minja­skrá, þar á meðal Kór­alrifið mikla.

Áður höfðu þau fengið því fram­gegnt að rifið væri ekki sett á lista yfir heims­minj­ar í hættu þrátt fyr­ir þá ógn sem því staf­ar af hlýn­un hafs­ins. Föln­un­ar­viðburður­inn nú er sá þriðji stjóri á und­an­förn­um átján árum að sögn vís­inda­manna. Sá sem nú stend­ur yfir er tal­inn sá langal­var­leg­asti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina