Verði að framlengja aðgerðirnar

Frá úkraínsku borginni Donetsk.
Frá úkraínsku borginni Donetsk. AFP

Evr­ópu­sam­bandið verður að fram­lengja refsiaðgerðir sín­ar gegn Rúss­um í þess­um mánuði. Ástæðan er sú að deil­an í Úkraínu er langt frá því að vera leyst. Þetta seg­ir nýr Evr­ópuráðherra Úkraínu.

Ráðherr­ann, Ivanna Klymp­ush-Ts­intsa­dze, ræddi við er­ind­reka Atlants­hafs­banda­lags­ins í Brus­sel í dag og sagði að fjór­tán úkraínsk­ir her­menn hefðu verið drepn­ir und­an­farna viku. Árás­ir upp­reisn­ar­manna sem styðja rúss­nesk stjórn­völd væru að fær­ast í auk­ana.

Ráðherr­ann sagði að stjórn­völd í Moskvu væru ekki að standa við sitt. Því þyrfti nauðsyn­lega að fram­lengja refsiaðgerðirn­ar.

„Þegar Evr­ópa stend­ur sam­einuð, það er eina tungu­málið sem Rúss­ar skilja,“ sagði hún.

Evr­ópu­sam­bands­ríki og banda­rísk stjórn­völd hafa lagt áherslu að refsiaðgerðunum verði ekki aflétt  fyrr en Rúss­ar standi við sinn hluta af Minsk-sam­komu­lag­inu svo­nefnda, sem skrifað var und­ir í fe­brú­ar 2015. Sam­komu­lagið kveður á um að vopna­hlé kom­ist á í stríðshrjáðum borg­um líkt og Do­netsk og Luhansk.

Evr­ópu­leiðtog­arn­ir verða að ákveða sig fyr­ir fund þeirra 28.–29. júní hvort þeir ætli að fram­lengja aðgerðirn­ar gegn Rúss­um.

Yfir níu þúsund manns hafa fallið í átök­un­um í Úkraínu frá því í apríl 2014, að því er seg­ir í frétt Reu­ters.

mbl.is