Fjölskyldusport að flokka sorp

Bryndís Loftsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, er ánægð með verkefnið og …
Bryndís Loftsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, er ánægð með verkefnið og segir það einfalda flokkunina hjá sinni fjölskyldu. mbl.is/Johann Pall Valdimarsson

„Við höfðum áður verið að taka plastið frá rusl­inu og farið sjálf með það á Sorpu en það er mun þægi­legra að geta bara sett það í stór­an poka og komið því fyr­ir í gráu tunn­unni á tveggja vikna fresti,“ seg­ir Bryn­dís Lofts­dótt­ir, íbúi á Seltjarn­ar­nesi, um verk­efnið Skapaðu framtíðina sem er til­rauna­verk­efni á veg­um Sorpu og bæj­ar­ins og snýr að söfn­un og end­ur­vinnslu á plast­umbúðum. 

Hún seg­ir það í raun hálf­gert fjöl­skyldu­sport á sínu heim­ili að flokka sem mest. „Við erum alltaf að bæta okk­ur og höf­um afar gam­an af þessu.“ Bryn­dís býr ásamt eig­in­manni sín­um og þrem­ur börn­um á Nes­inu og hef­ur fjöl­skyld­an ætíð verið dug­leg við flokk­un. 

Fjöl­skyld­an flokk­ar flösk­ur, papp­ír, plast og gler en einnig er sorpkvörn í eld­hús­vask­in­um sem ger­ir það að verk­um að flest all­ur líf­ræni úr­gang­ur­inn fer bein­ustu leið út í sjó. „Við reyn­um að láta sem minnst fara í al­mennu tunn­una. Í stóru og smáu sam­hengi skipt­ir þetta allt sam­an máli og manni líður bet­ur þegar maður flokk­ar ruslið sitt.“ Þá eru fjöl­skyld­an einnig með garðtunn­una sem Bryn­dís seg­ir al­gjöra bú­bót. „Maður get­ur ekki alltaf verið að leigja kerru fyr­ir garðúr­gang og þess vegna er tunn­an al­veg frá­bær svipa á lata garðeig­end­ur eins og mig til að drösl­ast út í garð og fylla tunn­una.“

Bryndís er afar ánægð með garðtunnuna og segir hana frábæra …
Bryn­dís er afar ánægð með garðtunn­una og seg­ir hana frá­bæra hvatn­ingu fyr­ir lata garðeig­end­ur. Ljós­mynd/​Bryn­dís Lofts­dótt­ir

Hvet­ur fram­leiðend­ur til að merkja umbúðirn­ar

Bryn­dís bend­ir einnig á hversu fyr­ir­ferðmikl­ar plast­umbúðir séu í okk­ar um­hverfi og mik­il­vægi þess að fólk hugi að því að minnka plast­notk­un sína. „Plast­umbúðir eru svaka­lega fyr­ir­ferðamikl­ar og hægt er að minnka notk­un á þeim til dæm­is með því að fara með fjöl­nota poka í búðina og með því að sleppa því að setja ávext­ina og græn­metið í sér einnota poka.“

Að lok­um vill Bryn­dís hvetja fram­leiðend­ur ís­lenskra vara til að merka sín­ar umbúðir og hvetja fólk til flokk­un­ar. „Þegar maður er að byrja að flokka get­ur verið erfitt að átta sig á hvað á að fara í hverja tunnu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina