Spennandi tímar hjá Kaleo

00:00
00:00

Það eru spenn­andi tím­ar hjá Mos­fell­ing­un­um í Kal­eo núna. Á föstu­dag­inn kem­ur plat­an A/​B út sem er þeirra fyrsta breiðskífa í Banda­ríkj­un­um og þann sama dag verða út­gáfu­tón­leik­ar í L.A. Sveit­in hef­ur fengið mik­inn meðbyr þar vestra að und­an­förnu en mbl.is hitti þá á tón­leika­ferðalagi í Port­land á dög­un­um.

Sveit­in hef­ur fengið mik­inn meðbyr þar vestra síðastliðna mánuði og hef­ur með mik­illi vinnu náð að skapa sér vin­sæld­ir og gott orðspor. Á þeim stutta tíma sem ég dvaldi í borg­inni heyrðist lagið „Way down we go“ margoft í út­varpi inni á hinum ýmsu stöðum. Það hef­ur ásamt adrenalín­rokkslag­ar­an­um „No Good“ verið á Bill­bo­ard-list­um að und­an­förnu og það er aug­ljóst að strák­arn­ir ná vel til fólks­ins sem kem­ur á tón­leik­ana þeirra.

Dag­skrá­in er þétt og oft eru þeir að spila tvisvar á dag bæði á út­varps­stöðvum og svo á tón­leika­stöðunum sem hafa verið 600–1000 manna staðir. Næsta árið er að verða full­bókað og í haust tek­ur við tón­leika­ferðalag þar sem staðirn­ir verða 2–3000 manna. 

Ég sett­ist niður með strák­un­um á þaki Revoluti­on Hall í Port­land þar sem þeir komu fram fyr­ir fullu húsi 30. maí og ræddi við þá um tón­list­ina, Banda­rík­in og ferðalög­in. Upp­haf­lega áttu þeir að vera að spila á mun minni tón­leik­astað en ásókn í miða var slík að hægt var að færa tón­leik­ana á stærri stað.

Á föstu­dag­inn verður svo sýnt mynd­skeið þar sem meira sést af tón­leik­um strákanna og rætt er við tón­leika­gesti.

mbl.is