PCC skoðar tilboð í byggingu íbúðahverfis

Kísilver PCC rís á Bakka og Húsavík.
Kísilver PCC rís á Bakka og Húsavík.

Tvö tilboð bárust í gatnagerð og lagnir fyrir veitur í væntanlegt íbúðahverfi PCC Seaview Residences á Húsavík.

Sérfræðingar eru að fara yfir tilboðin og meta. PCC er jafnframt í viðræðum við fyrirtæki um uppbyggingu íbúðarhúsanna.

Mikill húsnæðisskortur er á Húsavík, sérstaklega í ljósi mikillar atvinnuuppbyggingar á vegum PCC BakkiSilicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka. PCC, fyrirtækið sem reisir kísilverið, er að athuga möguleika á því að byggja 45 íbúðir og sveitarfélagið Norðurþing tók frá lóðir í Holtahverfi í því skyni.

PCC Seaview Residences bauð verkið út, í samvinnu við veitufyrirtæki, gatnagerð og lagnir í hverfinu. Verktakinn á að leggja fráveitu, hitaveitu og rafmagn og skila götum og gangstéttum malbikuðum og tilbúnum grassvæðum. Tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð en þau hafa ekki verið birt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: