Vor í Vaglaskógi heillar í USA

00:00
00:00

Banda­rísk­ir aðdá­end­ur Kal­eo kunna vel að meta út­gáfu fjór­menn­ing­anna af klass­ík­inni Vor í Vagla­skógi. Lagið verður að finna á breiðskífu sveit­ar­inn­ar A/​B sem kem­ur út þar vestra á morg­un. mbl.is var á tón­leik­um sveit­ar­inn­ar í síðustu viku og ræddi við tón­leika­gesti um tón­list­ina og sveit­ina.

Í gær birt­ist viðtal við sveit­ina sem var tekið sama dag en tón­leik­arn­ir fóru fram í Revoluti­on Hall í Port­land þar sem þeir komu fram fyr­ir fullu húsi. Upp­haf­lega áttu þeir að vera að spila á mun minni tón­leik­astað en ásókn í miða var slík að hægt var að færa tón­leik­ana á stærri stað.  

Af svör­um viðmæl­end­anna að dæma er aug­ljóst að ís­lensk tónlist hef­ur skapað sér stór­an sess á þess­um stærsta og mik­il­væg­asta tón­list­ar­markaði í heimi.

Fyr­ir þrem­ur árum síðan var svipuð um­fjöll­un um tón­leika­ferðalag Of Mon­sters and Men í Banda­ríkj­un­um á mbl.is.

Rúllað yfir Banda­rík­in

Ótrú­leg­ur ár­ang­ur Of Mon­sters and Men

mbl.is

Bloggað um frétt­ina