Appelsínugulur mávur vekur athygli

Svona leit mávurinn út þegar að hann kom á dýraspítalann.
Svona leit mávurinn út þegar að hann kom á dýraspítalann. Af Facebook-síðu Vale Wildlife hospital

Starfs­fólk dýra­spítala í Englandi varð held­ur bet­ur hissa þegar app­el­sínu­gul­ur máv­ur var flutt­ur til þeirra á dög­un­um. Eins og flest­ir vita eru máv­ar yf­ir­leitt hvít­ir og grá­ir og því hef­ur málið vakið at­hygli.

Svo virðist sem fugl­inn hafi dottið ofan í stórt box, fullt af tikka masala kjúk­linga­rétti, við það að reyna að næla sér í bita að éta í ruslagámi. Mávin­um var bjargað í Suðaust­ur-Wales og sótt­ur af sjálf­boðaliða á sjúkra­hús­inu.

Starfs­fólkið notaði uppþvotta­lög til þess að þrífa fjaðrir fugls­ins og náðist lit­ur­inn úr. Það sem náðist ekki úr var þó lykt­in. „Þetta kom öll­um hérna á óvart, eng­inn hafði séð neitt í lík­ingu við þetta,“ sagði Lucy Kells, dýra­hjúkr­un­ar­fræðing­ur á spít­al­an­um. „Það sem kom okk­ur þó mest á óvart var lykt­in. Það var ótrú­lega góð lykt af hon­um.“

Frétt BBC.

Hann var þveginn með uppþvottalegi.
Hann var þveg­inn með uppþvotta­legi. Af Face­book síðu Vale Wild­li­fe hospital
Eins og nýr!
Eins og nýr! Af Face­book-síðu Vale Wild­li­fe hospital
mbl.is