Ástarsamband kengúru og svíns

Skjáskot/NT News

Keng­úra og svín í norður­hluta Ástr­al­íu eiga í held­ur nán­ara sam­bandi en dýr af mis­mun­andi teg­und­um mynda alla­jafna. Þau sækj­ast eft­ir því að vera ná­lægt hvort öðru, faðmast og af og til stekk­ur keng­úr­an upp á bakið á svín­inu líkt og þau séu að stunda kyn­mök.

Eig­andi dýr­anna seg­ir í sam­tali við BBC að dýr­in tvö verji mikl­um tíma sam­an og „hafi verið ást­fang­in í dá­lít­inn tíma“. Hann seg­ir að ferðamenn sem eigi leið hjá verði afar hissa þegar þeir sjá hversu náin dýr­in eru.

Einnig er greint frá mál­inu á ástr­alska fréttamiðlin­um NT News. Þar seg­ir að keng­úr­an eigi þó til að horfa til annarra dýra og seg­ist eig­and­inn hissa á að hún skuli ekki enn hafa reynt að slá sér upp með gæs­un­um.

mbl.is