Platan A/B sem kom út á föstudaginn situr nú í efsta sæti á iTunes-Alternative-listanum í Bandaríkjunum en er í níunda sæti á sama lista í Bretlandi og í því tólfta í Ástralíu. Í heildarsamantekt þar sem allar tónlistartegundir eru teknar saman situr platan í ellefta sæti í Bandaríkjunum.
Blúsrokk þeirra Mosfellinga virðist því höfða vel til heimsbyggðarinnar en mbl.is fjallaði um meðbyr sveitarinnar í Bandaríkjunum í síðustu viku þar sem kíkt var á tónleika og rætt við hljómsveitina, aðdáendur o.fl.
Sjá frétt mbl.is: Vor í Vaglaskógi heillar í USA
Sjá frétt mbl.is: Spennandi tímar hjá Kaleo