Það verða allir komnir í svona skó

Strákarnir í íslenska landsliðinu í fótbolta voru glæsilegir þegar þeir …
Strákarnir í íslenska landsliðinu í fótbolta voru glæsilegir þegar þeir mættu á EM í Frakklandi. Hér sjást fötin og skórnir ákaflega vel.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu klæddist glæsilegum straufríum jakkafötum þegar það fór úr landi á EM í Frakklandi. Þeir voru vel klæddir og nánast eins og kvikmyndastjörnur þegar þeir stigu frá borði. Jakkafötin skipta ekki bara máli heldur þarf heildarmyndin að vera í lagi. 

Jakkafötin komu frá Herragarðinum en þau voru löguð til eftir vaxtarlagi hvers og eins og því má segja að þau séu næsti bær við að vera sérsaumuð. Við þessi glæsilegu föt voru landsliðsmennirnir allir í skóm frá Vagabond. Um er að ræða Vagabond Mario sem eru brúnir leðurskór með gamaldags sniði. Vefurinn menn.is greindi frá því hvaðan skórnir eru en eins og þar kemur fram eru skórnir frá Kaupfélaginu. 

mbl.is