Sarkozy staðfestir framboð sitt

Nicolas Sarkozy, leiðtogi hægriflokksins UMP.
Nicolas Sarkozy, leiðtogi hægriflokksins UMP. AFP

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sagðist í gær ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi franska Repúblikanaflokksins og bjóða sig fram á nýjan leik til embættis forseta Frakklands.

Forsetakosningar í landinu fara fram á næsta ári.

Sarkozy laut í lægra haldi fyrir Francois Hollande, leiðtoga Sósíalistaflokksins, árið 2012.

Flokksmenn Repúblikanaflokksins munu velja forsetaefni flokksins í forkosningum í nóvember. Þrettán hafa þegar tilkynnt um framboð sín. Helsti keppinautur Sarkozys verður Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, að því er segir í frétt The Guardian.

Sarkozy getur ekki farið í forsetaframboð sem starfandi formaður flokksins. Hann þarf að segja af sér að minnsta kosti tveimur vikum áður en framboðsfrestur rennur út, 9. september.

Marine Le Pen er forsetaefni National Front-flokksins og líklegt er talið að Francois Hollande verði forsetaefni sósíalista.

mbl.is