Hundruð létust vegna loftslagsbreytinga

Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu árið 2003 og létust hundruð …
Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu árið 2003 og létust hundruð manna vegna hitans í París þar sem ástandið var hvað verst. Myndin er úr safni. AFP

Tengja má hundruð dauðsfalla í hita­bylgj­unni sem gekk yfir Evr­ópu árið 2003 beint við lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna. Ný rann­sókn vís­inda­manna bend­ir til þess að hnatt­ræn hlýn­un vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um hafi aukið lík­urn­ar á dauða vegna hita um 70% í Par­ís og 20% í London.

Alls lét­ust 735 í hita­bylgj­unni í Par­ís þar sem hún var skæðust. Í grein sem birt­ist í tíma­rit­inu En­vironmental Rese­arch Letters færa vís­inda­menn rök fyr­ir því að af þeim hafi 506 lát­ist vegna þeirra hnatt­rænu hlýn­un­ar sem hef­ur átt sér stað af völd­um manna.

Í London voru áhrif henn­ar minni en þar rekja vís­inda­menn­irn­ir 64 af 315 dauðsföll­um vegna hit­ans til lofts­lags­breyt­inga. Útreikn­ing­arn­ir byggðust á eft­ir­lík­ingu á hita­bylgj­unni árið 2003 í lofts­lags­líkön­um og mati á heilsu­farsáhrif­um.

„Það er oft erfitt að skilja af­leiðing­ar þess að meðal­hiti reiki­stjörn­unn­ar sé 1°C meiri en fyr­ir iðnbylt­ingu en nú erum við kom­in á það stig þar sem við get­um farið að reikna út kostnað hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar af manna­völd­um fyr­ir heilsu manna,“ seg­ir Daniel Mitchell við um­hverf­is­breyt­inga­stofn­un Oxford-há­skóla sem fór fyr­ir rann­sókn­inni.

Rann­sókn­in sýni að í bara þess­um tveim­ur borg­um megi rekja hundruð dauðsfalla til hækk­andi hita­stigs.

Frétt The Guar­di­an

mbl.is