Regnbogalituð borg og hinsegin bjór

Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg vakti mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

„Hátíðin hef­ur verið að vaxa og dafna gríðarlega vel síðustu ár og ég held að það sé ekk­ert sem bendi til þess að hún verði neitt minni eða síðri í ár,“ seg­ir Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, gjald­keri Hinseg­in daga, en dag­skrá hátíðar­inn­ar var kynnt í gær sam­hliða því að hátíðarrit árs­ins kom út.

Hátíðin í ár verður opnuð með sam­bæri­leg­um hætti og í fyrra þegar Skóla­vörðustíg­ur­inn var málaður í regn­boga­lit­un­um. Í ár verður nýr staður málaður, en staðsetn­ing­in verður til­kynnt þann 1. ág­úst. „Þetta heppnaðist svo vel í fyrra að við ákváðum að gera þetta aft­ur í ár og það er gam­an að finna hvað það er mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir þessu,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Þá hef­ur í fyrsta sinn verið bruggaður sér­stak­ur bjór fyr­ir hátíðina og mun hluti ágóða af sölu hans renna til hinseg­in mál­efna. „Brugg­meist­ari Bryggj­unn­ar er bú­inn að liggja yfir upp­skrift­un­um sín­um og bruggaði bjór sem er kom­inn á krana á Bryggj­unni brugg­húsi,“ seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að bjór­inn hafi verið smakkaður í fyrsta skipti í út­gáfu­teit­inni í gær. „Og hann bragðast bara mjög vel.“

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga.
Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, gjald­keri Hinseg­in daga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sag­an og brautryðjend­ur sett í for­grunn

Þema hátíðar­inn­ar í ár er saga hinseg­in fólks og eru þeir sem rutt hafa braut­ina í rétt­inda­bar­átt­unni sett­ir í for­grunn. „Það fólk er ástæðan fyr­ir því að við erum þar sem við erum í dag,“ seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að þemað end­ur­spegli mik­il­vægi hátíðar­inn­ar.

„Við fáum alltaf sömu spurn­ing­arn­ar á hverju ári: „Af hverju Hinseg­in dag­ar?“, „Er þetta ekki komið gott?“, „Eru ekki Hinseg­in dag­ar alla daga?“ en við kom­umst ekki hingað á einni nóttu. Það var fólk sem barðist fyr­ir þessu og ruddi braut­ina,“ seg­ir hann. „Það er fullt af hlut­um í sög­unni okk­ar sem eru skemmti­leg­ir og áhuga­verðir en aðrir sem eru sorg­leg­ir og erfiðir. Þetta er allt eitt­hvað sem við þurf­um að vera meðvituð um og skoða.“

Áhersla lögð á fræðslu­viðburði

Gunn­laug­ur seg­ir áherslu verða lagða á fræðslu­viðburði og í dag­skránni megi m.a. finna hinseg­in kyn­fræðslu, sér­staka mál­stofu hugsaða fyr­ir starfs­fólk skóla og frí­stunda­miðstöðva þar sem rætt verður um niðrandi orðræðu og hvað starfs­menn geta gert til að hjálpa til í þeirri bar­áttu auk þess sem haldið verður er­indi sem fjall­ar um það af hverju íþrótt­ir urðu hómó­fób­ísk­ar.

Þá verður Imrov Ísland með sér­staka hinseg­in spuna­sýn­ingu í til­efni Hinseg­in daga og Dragsúg­ur kem­ur í fyrsta skipti fram á Hinseg­in dög­um með sér­staka drag­sýn­ingu. Auk þess verða haldn­ir klass­ísk­ir tón­leik­ar í Hörpu þar sem aðeins verða flutt verk eft­ir hinseg­in höf­unda og far­in verður sögu­ganga um höfuðborg­ina auk fjölda annarra viðburða. Hápunkt­ur­inn verður svo Gleðigang­an sem geng­in verður laug­ar­dag­inn 6. ág­úst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Gleðigang­an er hápunkt­ur Hinseg­in daga en dag­skrá hátíðar­inn­ar er fjöl­breytt. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Pri­de-hátíðar­höld­in fjöl­menn­ari en hátíðar­höld á þjóðhátíðardag­inn

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðar­höld­un­um í kring­um Gleðigöng­una síðustu ár og seg­ir Gunn­laug­ur að Ísland sé lík­lega með fáum þjóðum í heim­in­um þar sem Pri­de-hátíðar­höld eru fjöl­menn­ari en hátíðar­höld á þjóðhátíðar­degi lands­ins.

Er þetta í fjórða sinn sem Gunn­laug­ur kem­ur að skipu­lagn­ingu hátíðar­inn­ar og viður­kenn­ir hann að mik­il vinna fylgi því að setja hana á stokk. „En maður er að vinna með ótrú­lega mörgu ótrú­lega flottu fólki fyr­ir mjög mik­il­væg­an málstað og þegar maður stend­ur og horf­ir á Arn­ar­hól fyll­ast og Gleðigöng­una koma þá verður þetta allt þess virði,“ seg­ir hann að lok­um.

Hér má finna dag­skrá Hinseg­in daga.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum …
Hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðar­höld­un­um í kring­um Gleðigöng­una síðustu ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is