Byggja hærra til að forðast hafið

Frá Changi-alþjóðaflugvellinum í Singapúr.
Frá Changi-alþjóðaflugvellinum í Singapúr. AFP

Borg­ríkið Singa­púr ætl­ar að byggja nýja flug­vall­ar­bygg­ingu alþjóðaflug­vall­ar síns hærra en aðra hluta borg­ar­inn­ar til að verj­ast hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Þá hafa yf­ir­völd látið reisa sjóvarn­argarða meðfram strand­lengju sinni vegna ágangs sjáv­ar.  

Í skýrslu stjórn­valda í Singa­púr um lofts­lags­breyt­ing­ar sem birt var um helg­ina kem­ur fram að fimmta flug­stöðvar­bygg­ing Changi-flug­vall­ar verði reist fimm og hálf­um metra yfir sjáv­ar­máli. Frá ár­inu 2011 hafa stjórn­völd gert þá kröfu að allt nýtt end­ur­heimt land standi að minnsta kosti fjór­um metr­um yfir miðgildi sjáv­ar­máls. Það viðmið var áður þrír metr­ar.

„Við erum ber­skjölduð fyr­ir áhrif­um lofts­lags­breyt­inga og breyti­leika,“ seg­ir í skýrsl­unni enda er Singa­púr lág­lend hita­beltis­eyja.

Lofts­lags­breyt­ing­ar geti ógnað Changi-flug­velli þar sem meiri hætta er á sjáv­ar­flóðum og mik­illi úr­komu.

mbl.is