Utanríkisráðuneytið segir mikilvægt að þeir Íslendingar sem eru í frönsku borginni Nice láti aðstandendur vita af sér séu þeir óhultir.
Á Facebook-síðu ráðuneytisins kemur fram að ef aðstoð vantar eða það næst ekki í Íslendinga á svæðinu sé hægt að hringja í símann 545-9900, sem er opinn allan sólarhringinn.