WOW air er með áætlunarflug til Nice og fór vél frá flugfélaginu til Nice síðast í gærmorgun. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir vel hafa verið bókað í vélina enda hafi Nice verið vinsæll áfangastaður hjá farþegum WOW það sem af er sumri.
Næsta áætlunarflug flugfélagsins til Nice er á sunnudag og er einnig vel bókað í þá vél. „Við ætlum að halda áætlun eins og staðan er núna, en fylgjumst að sjálfsögðu vel með gangi mála,“ sagði Svanhvít.