Fyrrverandi eiginkona yfirheyrð

Lögreglan stendur fyrir framan innganginn á fjölbýlishúsinu þar sem talið …
Lögreglan stendur fyrir framan innganginn á fjölbýlishúsinu þar sem talið er að maðurinn hafi búið. AFP

Fyrrverandi eiginkona mannsins sem ók inn í mannfjöldann í Nice og varð að minnsta kosti 84 manns að bana hefur verið færð til yfirheyrslu.

Lögreglan er að reyna að komast að því hvers vegna hinn grunaði, Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem var fæddur í Túnis, framdi ódæðið. Einnig reynir hún að komast að því hvort hann hafi átt vitorðsmenn.

Nágrannar mannsins hafa lýst honum sem einmanalegum og hljóðlátum manni. Hann bjó í fjögurra hæða fjölbýlishúsi í Nice.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en fylgismenn Ríkis íslams eru meðal þeirra sem hafa fagnað henni á samfélagsmiðlum.

mbl.is