Hópur hermanna í Tyrklandi hefur stöðvað umferð yfir tvær brýr í Tyrklandi, Bosphorus-brúna og Faith Sultan Mehmet-brúna. Forsætisráðherra landsins, Binali Yildrim, segir að ekki sé um valdarán að ræða en að aðgerðin hafi verið gerð í leyfisleysi. Þá hafa heyrst skothvellir í höfuðborginni Ankara og fregnir af flugvél sem flýgur lágt yfir borginni. BBC segir frá.
Yildirim ítrekaði það í samtali við fjölmiðla að ríkisstjórnin væri enn við stjórnvölinn.
Er talað um valdarán í nokkrum fjölmiðlum, m.a. The Telegraph. Þar er jafnframt birt mynd af Twitter sem sýnir skriðdreka við alþjóðaflugvöllinn í Istanbúl.
Istanbul Ataturk Airport. pic.twitter.com/qffb7xAflh
— Gilgo (@agirecudi) July 15, 2016
Fréttin verður uppfærð.