Obama: „Andstyggileg tillaga“

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur fordæmt tillögu repúblikanans Newt Gingrich um að allir múslímar í Bandaríkjunum verði rannsakaðir og að öllum þeim sem fylgja sharia-lögunum verði vísað úr landi.

Tillagan var lögð fram í kjölfar voðaverksins í Nice í Frakklandi.

„Vegna árásanna í gærkvöldi höfum við heyrt tillögu um að allir múslímar í Bandaríkjunum verði rannsakaðir vegna trúar sinnar, sumum vísað úr landi eða sendir í fangelsi,“ sagði Obama.

„Þessi tillaga ein og sér er andstyggileg og á skjön við allt það sem Bandaríkin standa fyrir. Við getum ekki látið undan óttanum, ráðist gegn hvert öðru, eða fórnað lífsmáta okkar,“ bætti hann við.

Newt Gingrich flytur ræðu á kosningafundi Donalds Trump.
Newt Gingrich flytur ræðu á kosningafundi Donalds Trump. AFP
mbl.is