„Við stöndum saman og í félagi með Frökkum,“ segir hann.
Hann sendi jafnframt fjölskyldum og öðrum vinum fórnarlambanna samúðarkveðjur.
Talið er að yfir sjötíu manns hafi látið lífið þegar vörubíl var ekið inn í mikinn mannfjölda í Nice í suðurhluta Frakklands á tíunda tímanum í kvöld. Líklegt er talið að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Yfir hundrað manns eru særðir.
.@POTUS on the attack in Nice, France: pic.twitter.com/CrbChxZs04
— The White House (@WhiteHouse) July 14, 2016