Obama fordæmir árásina

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt árásina skelfilegu í frönsku borginni Nice í kvöld.

Hann segist hafa boðið frönskum stjórnvöldum alla aðstoð sem hann og bandarísk stjórnvöld geta veitt til þess að rannsaka árásina og láta þá sem bera ábyrgð svara til saka fyrir dómstólum. Teymið hans myndi vera í sambandi við frönsk stjórnvöld.

„Við stöndum saman og í félagi með Frökkum,“ segir hann.

Hann sendi jafnframt fjölskyldum og öðrum vinum fórnarlambanna samúðarkveðjur.

Talið er að yfir sjötíu manns hafi látið lífið þegar vörubíl var ekið inn í mikinn mannfjölda í Nice í suðurhluta Frakklands á tíunda tímanum í kvöld. Líklegt er talið að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Yfir hundrað manns eru særðir.

AFP
mbl.is