Nágrannar mannsins, sem varð að minnsta kosti 84 manns að bana í frönsku borginni Nice í gærkvöldi, lýsa honum sem einmanalegum og hljóðlátum manni.
AFP ræddi við nokkra nágranna hans. Maðurinn, sem franskir fjölmiðlar segja að hafi heitið Mohamed Lahouaiej Bouhlel, bjó í fjögurra hæða fjölbýlishúsi í Nice. Hann var 31 árs gamall og af frönsku og túnisku bergi brotinn.
Einn nágranni hans sagði að svo virtist sem Mohamed hafi ekki verið mjög trúaður. Hann klæddist oft stuttbuxum og hjólaði mikið. Annar nágranni segir að hann hafi aldrei svarað kveðjum sínum eða boðið góðan daginn.
Kona, sem býr á jarðhæð hússins, segist ávallt hafa verið tortryggin í garð hans vegna þess hvernig hann starði á tvær dætur hennar.
Lögreglan gerði húsleit í íbúð hans í morgun.
Lögreglumenn skutu hann til bana eftir að hann ók bílnum í gegnum mannfjöldann og myrti í leiðinni tugi manna. Rannsakendur málsins reyna nú að komast að því hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn.
L'appartement du terroriste présumé de Nice passé au peigne fin ce matin pic.twitter.com/n6Qp15NmIA
— Catherine Marciano (@clmarciano) July 15, 2016
Bastille Day attack suspect thought to be French-Tunisian 31-year-old Mohamed Lahouaiej Bouhlel pic.twitter.com/O74IiOacwW
— Sky News (@SkyNews) July 15, 2016