Persónuskilríki fundust í vörubílnum

Lögreglu- og hermenn á vettvangi í nótt.
Lögreglu- og hermenn á vettvangi í nótt. AFP

Persónuskilríki sem tilheyra 31 árs gömlum manni af frönskum og túnisískum uppruna fundust í vörubílnum sem ekið var á mannfjöldann í Nice í gærkvöldi. 

Heimildarmaður AFP-fréttastofunnar segir að enn eigi eftir að ganga úr skugga um að skilríkin tilheyri manninum sem ók bílnum og varð að minnsta kosti 77 að bana. 

Samkvæmt persónuskilríkjunum sem fundust er eigandi þeirra íbúi í Nice. 

mbl.is