Kraftmikil sprenging heyrðist í Ankara, höfuðborg Tyrklands, rétt í þessu. Hópur innan hersins lýsti yfir valdaráni í landinu í kvöld og að forseta landsins hefði verið steypt af stóli.
Skothvellir hafa heyrst í Ankara síðustu klukkutímana og blaðamaður AFP á staðnum greinir frá því að krafmikil sprenging hafi heyrst rétt í þessu. Ekki liggur fyrir hvað olli henni en herþotur hafa verið á ferðinni yfir borginni í kvöld. Að sögn fólks í borginni skulfu rúður í húsum þegar sprengjan sprakk.
Þá hefur ríkismiðillinn Anadolu greint frá því að skothvellir heyrist í kringum forsetahöllina og að m.a. hafi verið skotið úr þyrlum. Er greint frá því í beinni lýsingu The Telegraph að þinghús landsins sé umkringt skriðdrekum og að skothvellir heyrist frá flugvellinum í Istanbúl en honum hefur verið lokað eins og öllum öðrum flugvöllum landsins.
Brotist hafa út átök milli lögreglumanna og hermanna bæði í Istanbúl og Ankara. Þá hafa Tyrkir safnast saman á götum úti og virðast margir þeirra vera að lýsa yfir stuðningi við stjórnvöld, þá sérstaklega forseta landsins, og hafa til að mynda klifrað upp á skriðdreka hersins.
Herinn reynir nú að ná stjórn á atburðarrásinni á Taksim torgi í Istanbúl þar sem folk hefur safnast saman en skothvellir heyrast frá torginu. Fólk hefur líka safnast saman nálægt þinghúsinu í miðbæ Ankara.
HUGE: Turkish soldiers and Turkish policemen clash in Istanbul, near military officers' facility. pic.twitter.com/SE8GFMVtUE
— Gilgo (@agirecudi) July 15, 2016
A video posted by Büsra Elmas Demirtas (@busra_x) on Jul 15, 2016 at 2:50pm PDT
#Turkey, tanks are on the streets. pic.twitter.com/47BIBUsFAb
— Ruslan Trad (@ruslantrad) July 15, 2016
#BREAKING TURKISH PEOPLE SEIZE TANKS! PROUD OF MY PEOPLE #SupportTurkishDemocracy pic.twitter.com/XAoJsHoFvm
— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) July 15, 2016