90 látnir og yfir 1.000 hafa særst

Almenningur við Bosphorus-brúna í Istanbúl.
Almenningur við Bosphorus-brúna í Istanbúl. AFP

Fjöldi látinna eftir valdránstilraunina í Tyrklandi er kominn í níutíu, auk þess sem 1.154 eru særðir. Þetta segir tyrkneski ríkisfjölmiðillinn Anadolu.

Tæplega tvö hundruð óvopnaðir hermenn í höfuðstöðvum tyrkneska hersins hafa gefist upp. Sérsveitarhermenn stjórnarinnar hafa tryggt öryggið á staðnum.

Ráðamenn segja að valdaránstilraunin hafi mistekist.

Fólk bregst við eftir að tyrknesk stjórnvöld tóku yfir stjórnina …
Fólk bregst við eftir að tyrknesk stjórnvöld tóku yfir stjórnina á Bosphorus-brúnni í Istanbúl. AFP

Samtals hafa 1.563 hermenn verið handteknir víðsvegar um Tyrkland eftir að stjórnarliðar náðu tökum á ástandinu, samkvæmt upplýsingum háttsetts ríkisstarfsmanns.

Tyrkneskir hermenn við Taksim-torgið í Istanbúl.
Tyrkneskir hermenn við Taksim-torgið í Istanbúl. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í Istanbúl. Hann sagði í ræðu sem var sjónvarpað í beinni útsendingu að valdaránstilraunin hefði verið „landráð“ og að hreinsa þyrfti til í hernum. Hann sagði ríkisstjórnina enn vera við völd í landinu.

„Þeir hafa notað byssur fólksins gegn fólkinu sjálfu. Forsetinn, sem 52 prósent fólks kusu til valda, er við völd,“ sagði Erdogan. „Þessi ríkisstjórn, sem færði valdið til fólksins, er við völd. Þeim mun ekki takast ætlunarverk sitt, svo lengi sem við stöndum uppi í hárinu á þeim með því að taka áhættu.“

Óvissa hafði verið uppi um hvar Erdogan væri niðurkominn en hann tók af allan vafa þegar hann flaug til Istanbúl og hélt ræðu fyrir framan fjölda stuðningsmanna.

mbl.is