Aflýsir flugferðum til Tyrklands

Flugvél British Airways.
Flugvél British Airways. AFP

British Airways hefur aflýst öllum flugferðum til og frá Tyrklandi. „Vegna atburðanna í Tyrklandi höfum við aflýst öllum flugferðum til og frá Tyrklandi laugardaginn 16. júlí og brottför frá Istanbúl 17. júlí,“ sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu.

Þar kemur fram að félagið muni fylgjast náið með ástandinu og meta stöðuna í framhaldinu.

„Öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna er í forgangi hjá okkur og við myndum aldrei taka á loft nema það væri algjörlega öruggt,“ sagði í yfirlýsingunni, að því er kom fram á vef The Guardian.

Samkvæmt breskum ferðamályfirvöldum eru um 50 þúsund Bretar staddir í sumarfrí í Tyrklandi.

mbl.is