Ekki til Tyrklands nema af ýtrustu nauðsyn

Frá Istanbúl í kvöld.
Frá Istanbúl í kvöld. AFP

Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ýtrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir að halda sig innandyra, sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar.

mbl.is