Georgía hefur lokað landamærum sínum við Tyrkland vegna þess óstöðugleika sem ríkir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi.
Giorgi Kviriakashvili, forsætisráðherra Georgíu, segir að öryggisráð landsins hafi rætt þá „ógn sem gæti stafað að Georgíu“ vegna ástandsins og í framhaldinu hafi landamærunum verið lokað bæði á jörðu niðri og í lofti, samkvæmt frétt The Guardian.
Georgía, sem er fyrrverandi sovétlýðveldi, deilir 252 kílómetra landamærum með Tyrkjum.