Hafa handtekið 6.000 manns

Tyrkneskir lögreglumenn fylgja hermönnum sem tóku þátt í valdaránstilrauninni út …
Tyrkneskir lögreglumenn fylgja hermönnum sem tóku þátt í valdaránstilrauninni út úr þinghúsi í Ankara í nótt. AFP

Rúmlega 6.000 manns hafa verið handteknir í Tyrklandi í tengslum við valdaránstilraun í landinu á föstudaginn. Að sögn dómsmálaráðherra landsins verða fleiri handteknir.

„Núna heldur „tiltektin“ áfram. Við erum með um 6.000 manns í haldi. Talan mun hækka,“ sagði Bekir Bozdag í dag en það er tyrkneski ríkismiðillinn Anadolu sem segir frá þessu.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hringdi í Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í dag og sagði m.a. valdaránstilraunina óásættanlega. Sagðist hann vona að ástandið í landinu nái jafnvægi sem fyrst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Pútíns.

265 létu lífið í átökum vegna valdaránstilraunarinnar, þar af 161 almennur borgari.

Alls hafa 6.000 verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina.
Alls hafa 6.000 verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina. AFP
mbl.is