Lögregla í Frakklandi hefur handtekið tvo til viðbótar, karl og konu, í tengslum við árásina í Nice á fimmtudaginn þegar 84 létu lífið. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð en fólkið lést þegar árásarmaður keyrði vörubíl inn í mannmergð í miðbæ borgarinnar.
Fimm eru þegar í haldi lögreglu, þar af fyrrverandi kona árásarmannsins, sem hét Mohamed Lahouaiej-Bouhlel. Hann virðist ekki hafa tengst öfgahópum en er sagður hafa snúist til öfgaskoðana síðustu mánuðina.
Lahouaiej-Bouhlel var skotinn til bana af lögreglu. Rúmlega 300 særðust í árásinni.