Hernaðarráðgjafi Erdogan handtekinn

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Hernaðarráðgjafi Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, hefur verið handtekinn eftir valdaránstilraunina í fyrradag.

Ali Yazici er sakaður um að hafa tekið þátt í tilrauninni og var hann í höfuðborginni Ankara meðan á henni stóð.

Hann hóf störf sem aðstoðarmaður forsetans í ágúst á síðasta ári, samkvæmt ríkisfjölmiðlinum Anadolu.

Alls hafa 6.000 manns verið hand­teknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar.

mbl.is