Þrjú kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við mbl.is. Hann gat ekki veitt upplýsingar um hvers eðlis málin eru en þau voru öll kærð og eru nú í rannsókn.