Haraldur lýkur þriðju þraut

Haraldur hóf keppni í gær.
Haraldur hóf keppni í gær. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Har­ald­ur Holgers­son hafnaði í fimmta sæti í fyrstu þraut sinni í dag á heims­leik­un­um í cross­fit. Haraldur hóf keppni í gær en hann keppir í unglingaflokki 16-17 ára. Þetta var þriðja þrautin sem Haraldur þreytir í keppninni og er hann sem stendur sjöundi í sínum flokki eftir allar greinarnar.

Hann hefur þó ekki lokið keppni í dag en hann keppir í annarri grein klukkan hálf tíu í kvöld að íslenskum tíma. Haraldur var í fimmta sæti eftir daginn í gær, en fellur nú niður í sjöunda sæti. Leikunum er þó langt frá því að vera lokið.

mbl.is