Hitametahrinunni lýkur - í bili

Kyrrahafið drífur áfram veðurviðburðinn sem nefnist el niño. Viðburðurinn sem …
Kyrrahafið drífur áfram veðurviðburðinn sem nefnist el niño. Viðburðurinn sem hófst í fyrra hefur verið óvenjuöflugur. AFP

El niño-veður­fyr­ir­brigðið er nú í and­arslitr­un­um en áður en yfir lýk­ur er lík­legt að það geri árið 2016 að þriðja ár­inu í röð sem er það hlýj­asta frá upp­hafi mæl­inga. Þótt bú­ast megi við að meta­hrin­unni ljúki í bili eru áhrif hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar fjarri því að láta und­an síga, að sögn Hall­dórs Björns­son­ar, hóp­stjóra veðurs- og lofts­lags­breyt­inga á Veður­stof­unni.

Lofts­lag jarðar hef­ur orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um vegna eins sterk­asta el niño-viðburðar í lang­an tíma en hann hef­ur staðið yfir frá því í fyrra. Ár þegar stór­ir El niño-at­b­urðir eiga sér stað eru mjög lík­leg til að slá öll hita­met. Síðast gerðist það árið 1998 en þá seg­ir Hall­dór að það hafi tekið sjö ár þangað til hnatt­ræn hlýn­un gerði það að verk­um að metið var jafnað.

Árin 2014 og 2015 voru lýst þau hlýj­ustu á jörðinni frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Því hef­ur verið spáð að út frá meðal­hita fyrstu mánaða þessa árs séu mikl­ar lík­ur á að árið 2016 hrifsi hita­metið. Það yrði þá í fyrsta skipti sem metið er slegið þrjú ár í röð.

Þessi mikla hlýn­un hef­ur vakið at­hygli á þeim lofts­lags­breyt­ing­um sem menn eru að valda á jörðinni með los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um. 

Gervihnattamyndir NASA sem sýna el niño í Kyrrahafinu í kringum …
Gervi­hnatta­mynd­ir NASA sem sýna el niño í Kyrra­haf­inu í kring­um miðbaug árin 1997 (t.v.) og 2015 (t.h).

Stór el niño á við ára­tug af hnatt­rænni hlýn­un

Hall­dór seg­ir að stór­ir el niño-viðburðir séu sem bet­ur fer sjald­gæf­ir. Síðustu ára­tugi hafi þeir átt sér stað árin 1983, 1998 og svo núna 2015. Jörðin sé að hlýna um 0,17°C á ára­tug um það bil. Það þýði að á þeim tíma sem líður á milli stórra el niño-viðburða nái hnatt­ræn hlýn­un að jafna hita­met sem sett voru á meðan á þeim stóð.

Oft sé metið slegið þegar hefðbund­inn el niño-viðburður á sér næst stað. Þannig hafi metjöfn­un­in árið 2005 eft­ir stóra el niño-viðburðinn árið 1998 fengið hjálp frá því sem Hall­dór lýs­ir sem frek­ar mátt­leys­is­leg­um el niño.

Frétt mbl.is: Síðasta ár það lang­hlýj­asta í heim­in­um

Árið 2014 var hins veg­ar sér­stakt því að þá var nýtt met sett fyr­ir meðal­hita á jörðinni án nokk­urr­ar aðstoðar frá el niño-viðburði. Árið 2015 mæld­ist 0,16°C yfir hit­an­um árið áður og því seg­ir Hall­dór að el niño-viðauk­inn nemi um það bil ein­um ára­tugi af hnatt­rænni hlýn­un.

Eft­ir maí­mánuð á þessu ári hafi ýms­ir lofts­lags­fræðing­ar reiknað út að 95% lík­ur séu á því að hita­metið falli aft­ur í ár. Lík­legt sé þó að þær lík­ur fari minnk­andi eft­ir því sem dreg­ur úr áhrif­um el niño.

Kóralar hafa liðið fyrir óvenjumikinn hita í Kyrrahafinu sem tengist …
Kór­al­ar hafa liðið fyr­ir óvenju­mik­inn hita í Kyrra­haf­inu sem teng­ist el niño-viðburðinum sem hef­ur staðið yfir frá því í fyrra. AFP

Met slegið inn­an tólf ára í mesta lagi

Hit­inn mun að lík­ind­um falla á næsta ári miðað við metár­in sem á und­an eru geng­in. Hall­dór seg­ir að meðal­hiti jarðar gæti þá verið meira í lík­ind­um við þann sem mæld­ist árið 2014 þegar áhrifa el niño gætti ekki. Hit­inn gæti jafn­vel farið enn neðar ef svo­nefnd­ur la niña-viðburður fylg­ir í kjöl­farið.

Þannig er fyr­ir­séð er að meta­hrin­unni ljúki nú þegar fjar­ar und­an el niño en það þýðir þó ekki hnatt­rænni hlýn­un fari hnign­andi.

„Það að ekki komi met í nokk­ur ár eft­ir stór­an el niño seg­ir lítið um hlýn­un vegna auk­inna gróður­húsa­áhrifa. Þau áhrif hafa hvorki auk­ist né minnkað. Eina leiðin til að minnka þau er að draga úr gróður­húsa­áhrif­um, til dæm­is með því að losa minna af gróður­húsaloft­teg­und­um, binda kol­efni og svo fram­veg­is,“ seg­ir Hall­dór.

Frétt mbl.is: Telja el niño nú í rén­un

Spurn­ing­in er þá hvenær bú­ast má við því að hnatt­ræn hlýn­un valdi því að met el niño-ár­anna verði sleg­in.

Hall­dór seg­ir að hlýna ætti um 0,017°C að jafnaði þó að veru­leg­ar sveifl­ur séu að vísu á milli ára. Hann hef­ur reiknað út að 40% lík­ur séu á því að hita­metið verði slegið á fyrstu fimm ár­un­um frá lok­um el niño og ríf­lega helm­ings­lík­ur séu á því að það ger­ist á fyrstu sex ár­un­um. Nán­ast ör­uggt sé að það ger­ist inn­an tólf ára, það er að segja fyr­ir árið 2028.

„Það kom mér á óvart að það eru 20% lík­ur á að metið falli á fyrstu þrem­ur ár­un­um frá því að el niño lýk­ur,“ seg­ir Hall­dór í tölvu­póstsvari við fyr­ir­spurn Mbl.is 

Hann set­ur þó tvo fyr­ir­vara við þess­ar niður­stöður sín­ar.

„Í fyrsta lagi gæti árið 2016 slegið metið frá 2015 ræki­lega og „el niño-viðauk­inn“ þá meiri. Þetta myndi þýða að það tæki enn lengri tíma að slá metið. Í öðru lagi, þá er mjög vel hugs­an­legt að Kyrra­hafið fari í la niña-ástand á næstu árum en þá er ólík­legra að met falli á fyrstu þrem­ur ár­un­um,“ seg­ir Hall­dór.

Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.
Hall­dór Björns­son, hóp­stjóri lofts­lags­rann­sókna hjá Veður­stofu Íslands. mbl.is/​Krist­inn

Fyrri metár notuð í af­neit­un­ar­áróðri

Af­neit­un á lofts­lags­vís­ind­um og raun­veru­leika lofts­lags­breyt­inga er enn áber­andi sums staðar, ekki síst í banda­rísk­um stjórn­mál­um þar sem Re­públi­kana­flokk­ur­inn hef­ur tekið sér af­ger­andi stöðu gegn viðtek­inni þekk­ingu í lofts­lags­mál­um.

Síðasti stóri el niño-viðburður­inn árið 1998 hef­ur ít­rekað verið notaður af lofts­lagsaf­neit­ur­um sem reyna að halda því fram að hnatt­ræn hlýn­un hafi ekki átti sér stað eða að „hlé“ hafi orðið á henni. Í því skyni hafa þeir birt gröf yfir þróun meðal­hita jarðar þar sem árið 1998 er notað sem upp­hafs­ár ein­mitt vegna þess að það var þá for­dæma­laust metár og þró­un­in árin á eft­ir virt­ist þá ekki sýna fram á veru­lega hlýn­un.  

„Öll þessi umræða um hið svo­kallaða hik í hnatt­rænni hlýn­un bar þess nokkuð keim að menn væru að rugla sam­an nátt­úru­leg­um breyti­leika og hinni þvinguðu hlýn­un jarðar vegna auk­inna gróður­húsa­áhrifa. Þó hugs­an­leg­ur „skort­ur“ á metár­um á næstu árum verði án efa fóður sumra til að segja að hnatt­ræn hlýn­un hafi stöðvast þá eru það ekk­ert sér­stak­lega sterk rök,“ seg­ir Hall­dór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina