Íslendingar hvattir til að gæta varúðar

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn

Utanríkisráðuneytið brýnir fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem dvelja í landinu að gæta fyllstu varúðar á meðan á dvöl þeirra stendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Borgaraþjónusta ráðuneytisins brýnir enn fremur fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

Tilkynningin í heild:

Tyrknesk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Eftir reglulegt samráð borgaraþjónustu Norðurlandanna vill utanríkisráðuneytið brýna fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem eru í landinu að gæta áfram fyllstu varúðar á meðan að á dvöl þeirra stendur. Þá brýnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

Við minnum á að unnt er að ná í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins allan sólarhringinn í síma 5459900.

mbl.is