Þjóðhátíðarnefnd ætlar að setja sig í samband við Stígamót og neyðarmóttöku Landspítalans á morgun, en líkt og greint hefur verið frá ætlar nefndin að bjóða þeim að taka út forvarnarstarf, gæslu og viðbragðsteymi Þjóðhátíðar, í kjölfar ákvörðunar listamanna um að koma ekki fram á hátíðinni.
Frétt mbl.is: Bjóða Stígamótum og Landspítala á þjóðhátíð
Hörður Orri Grettisson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvað farið verði fram á af Stígamótum og neyðarmóttöku, en hún sé opin fyrir öllu og vilji heyra hvað þeir aðilar segi.
Haft verði samband við aðilana á morgun, enda hafi lítill tími gefist í dag, þar sem málið kom tiltölulega seint upp og fólk hafi verið farið heim. „Við erum opin fyrir öllu. Þetta kemur í ljós.“