Á myndbandinu má heyra Kinsey hrópa á lögregluna, sem var opnuð rifflum, að hann sé sálfræðingur og að skjólstæðingur hans haldi á leikfangabíl.
Þá má heyra sálfræðinginn reyna að róa skjólstæðing sinn og biðja hann að leggjast niður líkt og lögreglan hafði skipað. Augnabliki síðar heyrast skothvellir og Kinsey er skotinn í fótinn.
Á myndbandinu spyr sá sem tekur það upp félaga sinn: „Af hverju skutu þeir svarta manninn, en ekki þann feita?“
„Sá feiti“ er skjólstæðingurinn sem sat öskrandi á sálfræðinginn á götunni. Á meðan lá sálfræðingurinn í götunni með hendur uppréttar.
Kinsey segir að hann hafi sagt lögreglunni að engin þörf væri til að nota skotvopn.
Aðstoðarlögreglustjórinn í Norður-Miami segir að lögreglumennirnir hafi skipað Kinsey og skjólstæðingi hans að liggja á jörðinni. Síðan hafi skotum verið hleypt af.
Hvorki Kinsey eða skjólstæðingur hans voru vopnaðir.
Kinsey vinnur fyrir mannúðarsamtökin Circle of Brotherhood sem sinna ýmsum samfélagsmálum. Kinsey vinnur á sambýli.
Samtökin segja að enn á ný hafi lögreglan í Bandaríkjunum skotið á óvopnaðan, svartan mann.
Kinsey er enn á sjúkrahúsi að jafna sig.