Meirihlutinn vill ekki í Evrópusambandið

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. mbl.is/Hjörtur

Meiri­hluti Íslend­inga vill ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR líkt og verið hef­ur und­an­far­in ár. Sam­kvæmt könn­un­inni eru 55,5% and­víg því að ganga í sam­bandið en 24,7% hlynnt því. Ef ein­ung­is er tekið mið af þeim sem taka af­stöðu með eða á móti inn­göngu eru rúm 69% and­víg en tæpt 31% hlynnt.

Stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hef­ur minnkað tölu­vert frá því í byrj­un þessa árs sam­kvæmt skoðana­könn­un­um MMR en þá var hann 36,2%. Síðan þá hef­ur stuðning­ur­inn minnkað um 11,5 pró­sentu­stig. Á sama tíma hef­ur andstaðan við inn­göngu í sam­bandið auk­ist úr 47% í 55,5% eða um 8,5 pró­sentu­stig.

Könn­un MMR var gerð dag­ana 15. til 22. júlí og náði til 906 ein­stak­linga, 18 ára og eldri. Sam­tals tóku 89,5% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar sem var svohljóðandi: „Ert þú and­víg(ur) eða hlynnt(ur) því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið (ESB)?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina