Ákærur vegna dauða Grays felldar niður

Vegfarandi gengur framhjá veggmynd af Freddie Gray í Baltimore.
Vegfarandi gengur framhjá veggmynd af Freddie Gray í Baltimore. AFP

Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum hafa fellt niður allar ákærur gegn þremur lögreglumönnum úr borginni sem biðu réttarhalda vegna dauða Freddies Grays. Þar með er þessu umdeilda máli lokið en það hratt af stað miklum mótmælum og uppþotum í borginni á síðasta ári.

Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan dómshús í Baltimore eftir að …
Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan dómshús í Baltimore eftir að lögreglumaðurinn Caesar Goodson Jr. var sýknaður í júní síðastliðnum. AFP

Sex lögreglumenn voru upphaflega ákærðir vegna dauða Grays, sem var 25 ára svartur maður, en hann hryggbrotnaði við flutning í lögreglubifreið í apríl í fyrra. Þrír þeirra voru sýknaðir og kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli þess fjórða, að því er New York Times greindi frá.

Frétt mbl.is: Lögreglumaðurinn sýknaður

Frétt mbl.is: Réttarhöld hafin í máli Freddie Gray

Lögregluofbeldi mótmælt í Baltimore.
Lögregluofbeldi mótmælt í Baltimore. AFP

Dauði Freddies Grays varpaði ljósi á kynþáttamismunun og harkalegar aðferðir lögreglunnar.

Baltimoreborg samþykkti í september að greiða fjölskyldu Grays tæpar 800 milljónir króna í skaðabætur vegna dauða hans.

mbl.is