GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas héldu uppi stuðinu á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í gær.
Ballið er árviss liður í dagskrá Þjóðhátíðar í Eyjum. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan nutu gestir sín vel og sungu/röppuðu með en þó að hlýtt hafi verið í veðri síðustu daga voru flestir í lopapeysum og jafnvel með húfur eins og hæfir þjóðhátíðarhefðinni.