Tveir lögreglumenn voru skotnir í San Diego í Kaliforníu í dag. Annar þeirra er nú látinn. Í twitterfærslu lögreglunnar í borginni segir að hinn lögreglumaðurinn gangist nú undir aðgerð á sjúkrahúsi.
Lögreglan segir jafnframt að maður sé í haldi, grunaður um árásina.
Lögreglumennirnir voru skotnir við umferðareftirlit. Þeir tilkynntu í talstöð í bíl sínum að þeir væru að stoppa bíl og skömmu síðar báðu þeir um aðstoð.
Ekki er ljóst hvort setið hafði verið fyrir mönnunum.