Fjör á Innipúkanum

Þótt margir ferðist út á land um verslunarmannahelgina eru alltaf einhverjir innipúkar sem halda sig á höfuðborgarsvæðinu. Þótt fámennara sé í miðborginni en aðrar sumarhelgar hefur verið nokkuð margt um manninn í miðborginni. Veðurblíðan hefur leikið við innipúka, sem flestir hafa þó eflaust eitthvað verið utandyra í góðviðrinu í borginni um helgina.

Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á Innipúkanum í ár en flestir tónleikanna fara fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Meðal listamanna á hátíðinni í ár eru hljómsveitirnar Hjaltalín og Agent Fresco, Hildur, Aron Can, Friðrik Dór og Glowie auk fjölda annarra.

Í meðfylgjandi myndasyrpu eru skemmtilegar myndir frá hátíðinni. Nánar um dagskrá Innipúkans 2016 má lesa á heimasíðu hátíðarinnar.

mbl.is