Mikil umferð hefur verið á Vesturlandi í dag, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún gengið vel fyrir sig og raunar verið mjög góð.
Lögreglan á Vesturlandi segir engin umferðarslys hafa orðið í dag og enginn hefur verið tekinn grunaður um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.