BDSM á Íslandi taka þátt í Gleðigöngunni

Félagar BDSM á Íslandi verða með atriði í Gleðigöngunni í …
Félagar BDSM á Íslandi verða með atriði í Gleðigöngunni í ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fé­lagið BDSM á Íslandi verður með atriði í Gleðigöng­unni í ár en árið 2014 var tek­in ákvörðun um að fé­lagið yrði ekki með og í fyrra tak­markaðist þátt­taka þess við fræðslu­viðburð á Hinseg­in dög­um.

BDSM á Íslandi varð ný­verið hags­muna­fé­lag inn­an Sam­tak­anna '78 en aðild fé­lags­ins að sam­tök­un­um er mjög um­deild.

Face­book-síða BDSM á Íslandi

Að sögn Evu Maríu Þór­ar­ins­dótt­ur Lange, for­manns Hinseg­in daga, er það þó ekki þessi breyt­ing sem ligg­ur til grund­vall­ar þátt­töku BDSM á Íslandi í Gleðigöng­unni í ár, enda eru Hinseg­in dag­ar ekki viðburður á veg­um Sam­tak­anna '78.

Eva María seg­ir ástæðu þátt­töku fé­lags­ins nú ein­fald­lega byggja á því að atriði þess hafi verið úr­sk­urðað gott og gilt, en öll atriði í göng­unni verða að upp­fylla ákveðin skil­yrði og fara að ákveðnum regl­um.

Félagar úr Trans Ísland fengu að klæðast grímum í Gleðigöngunni …
Fé­lag­ar úr Trans Ísland fengu að klæðast grím­um í Gleðigöng­unni þar sem það þótti þjóna til­gangi atriðis­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Mikl­ir for­dóm­ar gagn­vart BDSM meðal hinseg­in fólks

„Sum­ir voru mjög særðir þegar okk­ur var hafnað í fyrra,“ sagði Magnús Há­kon­ar­son, formaður BDSM á Íslandi, í sam­tali við vef­inn Gay Ice­land í júlí 2015. „For­dóm­ar eru ekki ein­angraðir við vanillu­heim gagn­kyn­hneigðra. Það eru mikl­ir for­dóm­ar gegn BDSM í sam­fé­lagi hinseg­in fólks líka og við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að það tek­ur tíma að breyta því,“ sagði hann.

Að sögn Evu Maríu sner­ist ágrein­ing­ur­inn um atriði BDSM á Íslandi árið 2014 að því að fé­lags­menn hugðust bera grím­ur, en hún seg­ir það ekki hafa komið til greina þar sem gang­an og Hinseg­in dag­ar snú­ist um sýni­leika.

Und­an­tekn­ing frá þessu var hins veg­ar gerð árið 2013, þegar fé­lag­ar úr Trans Ísland komu fram í göng­unni með hvít­ar grím­ur, og báru spjöld þar sem at­hygli var vak­in á for­dóm­um gegn trans­fólki á Íslandi.

Um­fjöll­un mbl.is um Hinseg­in daga 2015

„Maður sér á umræðunni síðustu daga að það eru skipt­ar skoðanir á því hvort fé­lagið eigi heima í göng­unni eða ekki,“ sagði Gunn­laug­ur Bragi, gjald­keri Hinseg­in daga, í sam­tali við mbl.is í júlí í fyrra. Velti hann m.a. upp spurn­ing­unni um hversu stór regn­hlíf­in væri í huga fólks, „hvað pass­ar und­ir og hvað ekki?“

Deilur hafa staðið um hvort BDSM eigi heima undir hinsegin …
Deil­ur hafa staðið um hvort BDSM eigi heima und­ir hinseg­in regn­hlíf­inni en bar­áttu­mál þeirra sem aðhyll­ast BDSM skar­ast að sumu leyti við bar­áttu­mál annarra inn­an Sam­tak­anna '78. Bæði BDSM-fólk og trans­fólk hafa t.d. bar­ist fyr­ir því að vera af­sjúk­dóma­vædd. Ljós­mynd/​Grendelk­h­an á Wikipedia

Klofn­ing­ur inn­an Sam­tak­anna '78 vegna aðild­ar BDSM á Íslandi

Um 85 manns sögðu sig úr Sam­tök­un­um '78 í kjöl­far þess að BDSM á Íslandi fékk hags­munaaðild að sam­tök­un­um í mars sl. Niðurstaðan var afar um­deild og lét hóp­ur­inn Vel­unn­ar­ar Sam­tak­anna '78 m.a. vinna fyr­ir sig lög­fræðiálit og krafðist þess að boðað yrði til nýs aðal­fund­ar á grund­velli þess.

Frétt mbl.is: Aðal­fund­ur Sam­tak­anna '78 ólög­mæt­ur

„Sam­tök­in '78 hafa lengst af verið mann­rétt­inda­sam­tök sem setja rétt­inda­bar­áttu og bar­áttu fyr­ir viður­kenn­ingu í fremsta sæti. Nú eru þau að stefna í að vera regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir allskyns fjöl­breyti­leika sem get­ur verið frá­bært en ég segi fyr­ir mig að ef það er ekki sterk­ur meiri­hluti fyr­ir því að við séum að fara end­an­lega inn á þá braut þurf­um við að stoppa við og skoða mál­in bet­ur,“ sagði Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, stofn­andi Hjalla­stefn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is í apríl sl. en hún sagði sig úr Sam­tök­un­um '78 í kjöl­far þess að BDSM á Íslandi var veitt hags­munaaðild.

Hún sagði tvíþætta stefnu­breyt­ingu fel­ast í aðild­inni; ann­ars veg­ar að ákvörðunin hefði verið þvinguð fram með naum­um meiri­hluta og hins veg­ar að ekki ríkti ein­hug­ur um að BDSM-fólk yrðu fyr­ir beinni mis­mun­um á grund­velli kyn­hneigðar.

Frétt mbl.is: Er pláss fyr­ir alla und­ir regn­hlíf­inni?

Boðað hef­ur verið til nýs aðal­fund­ar Sam­tak­anna '78 árið 2016 hinn 11. sept­em­ber nk.

Upp­fært 3. ág­úst 2016:

mbl.is hef­ur borist ábend­ing þess efn­is að sam­komu­lag Sam­tak­anna '78 og Vel­unn­ara Sam­tak­anna '78, sem fól í sér boðun nýs aðal­fund­ar, fól einnig í sér að ákv­arðanir þær er tekn­ar voru á fund­um sam­tak­anna 5. mars og 9. apríl væru ógild­ar.

Því virðist fé­lagið BDSM á Íslandi ekki hafa stöðu hags­muna­fé­lags eins og sak­ir standa.

mbl.is