Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, sakar vesturveldin um að styðja hryðjuverk og þá sem skipulögðu valdaránstilraunina þar sem steypa átti Erdoğan af stóli.
„Því miður styðja vesturveldin hryðjuverk og standa með þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni,“ sagði Erdoğan í sjónvarpsávarpi í morgun. „Þeir sem við töldum vera vini okkar standa með skipuleggjum valdaránsins og með hryðjuverkamönnunum.“