Fann þrjá birni í eldhúsinu

Birnirnir á leið upp stigann í húsinu.
Birnirnir á leið upp stigann í húsinu. Skjáskot af Facebook

Sag­an af manni sem fann þrjá birni í eld­hús­inu heima hjá sér endaði ekki al­veg eins og æv­in­týrið um Gull­brá og birn­ina þrjá. En þessi saga er þó dag­sönn og frá henni er m.a. greint á vefsíðu Washingt­on Post:

Einu sinni, reynd­ar bara í síðustu viku, kom Rod­ney Ginn í Kali­forn­íu heim til sín eft­ir vinnu og sá að renni­h­urð að húsi sínu voru opn­ar. Hann lokaði þeim sam­visku­sam­lega.

Meðleigj­andi manns­ins var sof­andi á efri hæðinni. En þá heyrði hann hljóð úr eld­hús­inu. Og gat ekki annað gert en að kanna hvað væri í gangi.

Þrennt var þar á gangi: Birna og tveir hún­ar henn­ar. Ginn rauk strax upp á efri hæðina og tók á leið sinni mynd­skeið. Á því má sjá að birn­an var ekki á þeim bux­un­um að bíða ró­leg þar til hrærigraut­ur­inn í eld­hús­inu kólnaði, eins og fé­lagi henn­ar í æv­in­týr­inu um Gull­brá. 

Birn­irn­ir þrír fóru af stað og upp í stig­ann í hús­inu. Þeir dvöldu svo í hús­inu í um hálf­tíma í viðbót en fóru svo út sömu leið og þeir komu inn: Um renni­h­urðina. Hana opnuðu þeir sjálf­ir. 

Eld­hús þeirra fé­laga var hins veg­ar í rúst eft­ir heim­sókn­ina.

mbl.is