Páll Óskar snýr aftur á Nasa

Páll Óskar kom sá og sigraði eins og alltaf í …
Páll Óskar kom sá og sigraði eins og alltaf í Gleðigöngunni þegar hann sigldi niður Gleðigönguna um borð í risastóru víkingaskipi. Í ár verður hann á einhyrningi á stærð við timburhús. mbl.is/Eva Björk

Páll Óskar Hjálm­týs­son snýr aft­ur á Nasa næsta laug­ar­dag, að kvöldi aðal dags Hinseg­in dag­anna, þegar hann held­ur fyrsta Palla­ballið að nýju rúm­um fjór­um árum eft­ir að staðnum var lokað. Hann hélt þar síðast Eurovisi­on-tón­leika í lok maí árið 2012.

 „Það er mikið til­finn­inga­mál fyr­ir mig að koma þarna aft­ur inn, þetta er fal­leg­asti klúbb­ur Íslands. Fal­inn dem­ant­ur inn í miðri Reykja­vík,“ seg­ir Páll Óskar og bæt­ir við að tón­leik­astaðnum hafi verið lokað al­gjör­lega að nauðsynja­lausu eft­ir að hann hélt síðustu tón­leik­ana á sín­um tíma.

„Nasa við Aust­ur­völl er al­besti sal­ur­inn á Reykja­vík­ur­svæðinu til að halda dans­leiki eða stand­andi tón­leika. Þar er pláss fyr­ir all­ar teg­und­ir tón­list­ar, það skipt­ir ekki máli hvaðan hún kem­ur; auðvelt að hafa sal­inn mátu­lega hrá­an fyr­ir rokk­ar­ana eða glimr­andi glamúr fyr­ir svona diskó­böll eins og hjá mér,“ seg­ir Páll Óskar.

Verður með ann­an dans­leik um miðjan sept­em­ber

Páll Óskar seg­ir að al­menn miðasala hefj­ist á föstu­dag í Nasa en þegar sé búið að selja fjölda miða í for­sölu. „En fólk þarf ekki að ör­vænta ef það kemst ekki á ballið á laug­ar­dag­inn því ég ætla að vera með ann­an dans­leik á Nasa 17. sept­em­ber.“

mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir

Hann seg­ir bestu upp­hit­un­ina fyr­ir ballið vera að mæta á Gleðigöng­una í miðbæn­um þar sem hann verður ríðandi á „vængjuðum silf­ur ein­hyrn­ing á stærð við timb­ur­hús“.

„Skila­boð ein­hyrn­ings­ins eru í raun ein­föld. Ef þú ert ein­hyrn­ing­ur, vertu þá ein­hyrn­ing­ur. Ekki eyða orku í að fara í fel­ur með það,“ seg­ir Páll Óskar og bæt­ir við að hann vildi hafa ein­hyrn­ing­inn vængjaðan líkt og Pega­sus. „Því mörg okk­ar í hinseg­in sam­fé­lag­inu upp­lif­um okk­ur sjálf á mjög ólík­an hátt, sum hafa flæðandi kyn­hneigð og jafn­vel flæðandi kyn­vit­und. Við vilj­um vera kon­ur einn dag­inn og karl­ar hinn dag­inn.“

„Kyn­gervi okk­ar er líka flæðandi. Ein­hyrn­ing­ur­inn er sam­sett­ur úr mörg­um ólík­um þátt­um og hef­ur marga ólíka hæfieika: Hann er stælt­ur, get­ur hlaupið hratt og prjónað af glæsi­leika. Hann býr yfir ofsa­lega mikl­um krafti, get­ur flogið og hann get­ur líka stungið þig ef þú ferð í taug­arn­ar á hon­um því hann er með horn,“ seg­ir Páll Óskar og held­ur áfram: „En sama hvað hann ger­ir þá er hann alltaf gor­djöss, og hann stend­ur á sínu, er ekki fórn­ar­lamb eins né neins, vill ekk­ert hrós og enga vorkunn.“

mbl.is