Framkvæmdir tefja Gleðigöngugesti

Framkvæmdir við Miklubrautina munu fara fram frá föstudegi til fimmtudags …
Framkvæmdir við Miklubrautina munu fara fram frá föstudegi til fimmtudags í næstu viku. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Á föstu­dags­kvöldið hefjast fram­kvæmd­ir rétt við gatna­mót Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar vegna lagn­ing­ar nýrr­ar stof­næðar vatns­veitu und­ir Miklu­braut. Reiknað er með að fram­kvæmd­ir taki tæp­lega sex daga, en á þeim tíma má gera ráð fyr­ir töf­um á um­ferð sem á leið hjá.

Á laug­ar­dag­inn er einn af stærri hátíðadög­um í Reykja­vík á ári hverju þegar Gleðigang­an fer fram, en gert er ráð fyr­ir tug­um þúsunda gesta niður í miðbæ. Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá arki­tekta­stof­unni sem sjái um um­gjörðina verði 2 til 3 ak­rein­ar opn­ar meðan á fram­kvæmd­inni stend­ur. Það þýðir að ein ak­rein sé opin í hvora átt auk einn­ar ak­rein­ar í viðbót í aðra hvora átt­ina.

Guðbrand­ur seg­ir að heppi­legra hefði verið ef fram­kvæmd­in hefði klár­ast fyr­ir lok júlí eins og stefnt hafi verið á, en að nú skipti öllu að klára þetta fyr­ir miðjan ág­úst þegar skól­ar fari að hefjast á ný og fólk snúi í sum­ar­fríi.

Seg­ir hann að það sé al­manna­hag­ur að klára fram­kvæmd­irn­ar við Miklu­braut fyr­ir haustið, enda sé þar um að ræða kalda­vatns­lögn fyr­ir íbúa svæðis­ins og vatn í bruna­h­ana.

Hér má sjá hvernig lokun á hluta Miklubrautar verður háttað …
Hér má sjá hvernig lok­un á hluta Miklu­braut­ar verður háttað á laug­ar­dag­inn. Á sama tíma má bú­ast við að gest­ir í miðbæn­um verði um 50 þúsund. kort/​Veit­ur

Aðspurður um aðgengi meðan á Gleðigöng­unni stend­ur og leiðir viðbragðsaðila seg­ir Guðbrand­ur að vit­an­lega verði trufl­un á um­ferð og um­ferðaflæði á þess­um tíma og hvet­ur hann þá sem ætla að mæta niður í bæ að gefa sér góðan ferðatíma og huga að því að leggja lengra frá en alla jafna og labba í miðbæ­inn.

Þá hvet­ur hann fólk til að nota hjól og al­menn­ings­sam­göng­ur og bend­ir hann á að miðað við veður­spánna til­valið að labba. Þá seg­ir hann lög­reglu geta gripið inn í fram­kvæmd­ir eða komið með ábend­ing­ar ef hún telji eitt­hvað mega fara bet­ur.

Helstu um­ferðaleiðir í miðbæ­inn meðan á laug­ar­dag­inn verða ásamt Miklu­braut Sæ­braut­in og Bú­staðar­veg­ur. Bú­ast má við mikl­um fjölda á viðburðinn, en Guðbrand­ur seg­ir að und­an­far­in ár hafi gest­ir verið um og yfir 50 þúsund.

mbl.is