Yfirvöld í Íran hafa tekið 20 „hryðjuverkamenn“ af lífi en þeir eru allir súnní-múslimar. Í ríkisfjölmiðli Írans kemur fram að fangarnir hafi framið morð og ógnað þjóðaröryggi.
„Þetta fólk hefur framið morð [...] myrt konur og börn, valdið tortímingu og unnið gegn öryggi. Það hefur drepið leiðtoga súnní-múslima í nokkrum héruðum Kúrda,“ er haft eftir ríkissaksóknara, Mohammad Javad Montazeri, í ríkissjónvarpi Írans.